Flóran

Vísir að plöntulista

Einar Sæmundsen skógarvörður skrifaði árið 1910 örlítil drög að plöntulista garðsins. Þar nefndi hann reyni og birki, rauðberjarunna og gulvíði. Af íslenskum blómjurtum nefndi hann hvönn, mjaðurt og garðabrúðu og ónafngreindar erlendar blómplöntur.

Listmálarinn Johannes Larsen sem sjálfur átti mjög fallegan blómagarð skrifaði í dagbók sína sumarið 1927 að auk reynitrjánna, birkis og rifs væri garðurinn fullur af blómum. Hann nefnir risavaxinn venusvagn, sigurskúf, garðabrúðu, stóra valmúa, burkna, blátt garðakornblóm, Maríuþistil, runnanellikur, blágresi, spánskan kerfil, regnfang, postulínsblað og bellis. Auk þess væri mikið af sumarblómum og túlipönum.

Larsen nefnir líka inniblóm: rósir, nellikur, begoníur, pelargoníur.

Danskar konur sem ferðuðust um Ísland á árunum 1931-1934 nefndu líka barrtré; lerki og bergfuru.

Á myndum úr garðinum frá þessu tímabili má sjá risamjaðurt, mikið af fingurbjargarblómum, skrautlúpínu, hjartafífil, ýmsar bláklukkutegundir, dagstjörnu að ógleymdri eldliljunni, sem varð einkennisblóm garðsins ásamt venusvagninum.

Tegundir í Múlakotsgarði sumarið 2001

Skrá yfir plöntur og myndir úr Múlakotsgarði