Styrktarsjóður Friðriks konungs Vlll til eflingar skógræktar á Íslandi var stofnaður í tilefni af heimsókn hans til landsins árið 1907. Skógræktarlög voru samþykkt ári fyrr og Hannes Havstein ráðherra var mikill áhugamaður um skógrækt. Höfuðstóll sjóðsins var kr. 10.000.- og vöxtunum skyldi varið til að styrkja árlega félagasamtök eða einstaklinga til eflingar skógræktar á Íslandi. Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 1909. Guðbjörg í Múlakoti fékk þrisvar styrk úr sjóðnum, árin 1912, 1914 og 1917, alls kr. 375.-