Ólafur Túbals

Málari Fljótshlíðarinnar

Ólafur Túbals var iðulega kallaður málari Fljótshlíðarinnar. Hann virðist hafa heillast af listgreininni þegar hann hitti Ásgrím og Mugg í Vestmannaeyjum síðsumars 1909 og sumrin sem Ásgrímur Jónsson  dvaldi í Múlakoti fékk Ólafur að vera honum til aðstoðar.

Hann var einkasonur þeirra Guðbjargar og Túbals og sjálfsagt var vonast eftir að hann tæki við jörðinni í fyllingu tímans. Algengt var að þeir sem dreymdu um listmálaranám lærðu fyrst einhverja iðngrein, til að hafa að einhverri menntun að hverfa, ef listamannsbrautin reyndist of grýtt. Mannlíf bls. 46-47.  Árin 1914 til 1917 lærði Ólafur húsamálun í Reykjavík, en fékk jafnhliða tilsögn í málaralistinni hjá Ásgrími. Næstu ár vann Ólafur víða við húsamálun, en eins var hann vorvertíð á fiskibáti sem var gerður út frá Vestmannaeyjum, auk þess sem hann vann búi foreldra sinna. Hann kvæntist Láru Eyjólfsdóttur árið 1924, en þau höfðu kynnst þegar hún kom sem kaupakona í Árkvörn sumarið 1923. Ungu hjónin settust að  í Múlakoti þar sem Lára gekk inn í heimilishaldið en Ólafur var lausari við.

Fyrstu sjálfstæðu málverkasýninguna sem heimildir eru um hélt hann í  október 1921 í Bárubúð í Reykjavík. Á árunum 1921-1934 hélt hann a.m.k. 10 einkasýningar og átti myndir á ýmsum samsýningum. Skema yfir sýningar Ólafs má finna hér. Ekki kæmi á óvart þótt upplýsingar um fleiri einkasýningar eða samsýningar kæmu í ljós.

Falinn og fundinn fjársjóður

Málverkasýning Ólafs Túbals o.fl. – Jón Eyþórsson: Landvörn 7.12.1950

Iðulega var fjallað um sýningar Ólafs í dagblöðum.

Málverk Ólafs Túbals