Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti
Það voru að berast góðar fréttir um styrkveitingu Minjastofnunar til friðlýstra húsa fyrir árið 2019.
Úthlutunarnefndin hefur verið okkur hliðholl áður og svo var einnig núna.
Sjálfseignarstofnunin fékk úthlutað fjórum milljónum króna, sem kemur sér sannarlega vel. Þessu verður varið í endurbyggingu elsta hússins, viðgerðir innan húss, og eftir sumarið verður vonandi unnt að sýna gestum og gangandi þann hluta húsnæðisins.
Góð kveðja frá Múlakoti