Nú er búið að leika dálítið á veðurguðina inni í elsta húsinu í Múlakoti. Í vikunni var sett upp varmadæla í baðstofunni til að þurrka húsið og halda því hlýju. Ytri dælan var sett utan á endurgerðu bygginguna, sem steypt var bak við húsið í stað þeirrar sem var að hruni komin, og þjónar líka sem stoðveggur og hitablásarinn sjálfur fór í eitt horn baðstofunnar. Hann sér alveg um að halda hita á húsinu frá 1897. Og það merkilega er að þessi apparöt eru ótrúlega hljóðlát, þau ættu því ekki að halda vöku fyrir nokkrum manni.
Hitablásarinn sem komið var fyrir inni Ytri dælan