Ljósakvöld í Múlakoti 2019

Ljósakvöldið okkar allra verður haldið laugardagskvöldið 7. september, sem er fyrsta laugardagskvöld í mánuðinum en það er fast viðmið. Dagskráin hefst kl.19.30, heldur fyrr en hingað til, þar sem  það dimmir fljótt þegar komið er fram í september. Ræðumaður kvöldsins er þekktur einstaklingur úr héraði – Ingibjörg Pálmadóttir fyrrum ráðherra – Grétar Geirsson leikur á harmonikku og kaffi og ástarpungar verða á boðstólum.

Aðgangseyrir er kr. 1.000.- sem rennur óskiptur til uppbyggingar staðarins, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Svo bíðum við bara eftir að fallegu húsgögnin úr reynivið úr Múlakoti fyllist af glöðum gestum. Við höfum bætt við borðum og bekkjum frá því í fyrra. Góðar kveðjur úr Múlakoti