Litatónar haustsins

Ágæti vinur Gamla bæjarins í Múlakoti

Litatónar haustsins hafa verið stórkostlegir hér í Múlakoti. Gamla málarastofan hans Ólafs Túbals virðist hjúfra sig ofan í trjágróðurinn og liturinn á þakinu virðist hafa verið valinn af litabretti listamanns til að falla inn í haustlitina.

Litadýrðin innan húss verður ekki minni. Baðstofan er komin í sína endanlegu liti og hjónakamersið búið að  fá tvær umferðir eins og til stóð.

Enn er verið að velta vöngum yfir rétta tóninum á bláu málningunni í stofunni, á veggurinn með glugganum sáluga að vera dálítið grænleitari en sýnist á myndinni, svona í tengingu við ganginn?

Góð kveðja frá Múlakoti