Málningarvinnu lokið

Nú er stórum áfanga náð þar sem málningarvinnu í gamla bænum er lokið. Þetta var mun meiri vinna en ég hafði gert mér í hugarlund því málararnir gengu hreint til verks og skröpuðu burt alla gömlu málninguna, heil 20 kg af skrapi og svo voru farnar tvær umferðir með linoleum málningu.

Myndirnar hér að ofan eru úr litlu stofunni. Ákveðið var að hreinsa aðeins gömlu málninguna af skrautlistanum en reyna ekki að mála hann upp. Sama gildir um fallegu, óðruðu hurðina í stofunni, ekkert var hreyft við henni.

Myndin hér að ofan er úr baðstofu, nú er búið að mála hurðirnar líka.

Myndin hér að ofan er úr ganginum og myndin hér fyrir neðan úr hjónakamesinu. Þetta eru fallegir, en dökkir litir, en alls staðar var stuðst við upprunalegu litina.

Ég vona að Vinir Múlakots gleðjist með okkur.

Góð kveðja frá Múlakoti