Minningar Eggerts Pálssonar frá Múlakoti

Myndin er frá janúar 2019

Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti

Er ekki tilvalið að létta sér lund með því að lesa minningar Eggerts  Pálssonar tengdar Múlakoti sem hann Bjarni Benedikt skrásetti? Þær eiga svo vel heima í minningasafninu.  

 Nú fer að ganga verulega á minningasjóðinn okkar, en ég er sannfærð um að það eru margir sem geta deilt með okkur vinum Múlakots gömlum minningum; svo margir af gestum í garðinum hafa sagt: já, ég kom í skólaferðalagi í Múlakot… eða eitthvað á þeim nótunum, ein lítil saga verður þegin með þökkum. Nú er líka næðið framundan, búið að blása af fermingum og fjölskyduboðum sem venjulega setja svip á páskavikuna.

Ef svo fer sem horfir núna eftir nóttina geta menn jafnvel snjóað inni. Hér hefur kingt niður snjó, meira að segja dregið í skafla við Guðbjargargarðinn, svo ófært er fyrir sparibílinn á heimilinu. Við gripum til flóttaleiðarinnar áðan til að komast í póstkassann niðri við þjóðveg. Eins gott að hann var tæmdur því hann var nær fullur af snjó og Bændablaðið orðið rennandi vott en sé varlega farið má samt fletta því.

Meðfylgjandi mynd er frá janúar 2019

Góð keðja frá Múlakoti