Laugardaginn 1. september sl. var hélt Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, Ljósakvöld í Múlakoti, en þá er kveikt á ljósum í Guðbjargargarði, flutt nokkur ávörp og boðið upp á tónlistaratriði og kaffiveitingar. Í ár mættu um 80 gestir, börn og fullorðnir og þótti það mjög góð mæting miðað við að allan daginn hafði verið illviðri og úrhelli. Það var því heppilegt að rétt um klukkan 19:30 hætti að rigna, hlaupið var út að þurrka af nýju bekkjunum og borðunum í garðinum og kl. 20 var hátíðin sett. Það var Björn Bjarnason, formaður vinafélagsins, sem flutti ávarp og setti hátíðina en ávarp hans má finna hér. Síðan talaði Vigdís Jónsdóttir um sín tengsl við staðinn og erindi hennar má lesa hér. Loks lék Grétar Geirsson staðarlistamaður dillandi tónlist á harmonikku. Grétar er alveg ómissandi á Ljósakvöldi.
Hápunktur kvöldsins var þó í höndum Þuríðar Lárusdóttur og Hrefnu Jónsdóttur sem sáu um kaffiveitingarnar, en Hrefna bakaði ástarpunga ásamt Arndísi Finnsson.
Nýju húsgögnin úr reynivið úr garðinum, smíðuð af Skúla Jónssyni, voru tekin í notkun. Sama má segja um“ nýja“ hliðið sem stjórnarmaðurinn Hans Magnússon hefur gefið nýtt líf.