Við sem erum í stjórn Vinafélags Múlakots fáum stundum að heyra sögur frá Múlakoti, sögur gamalla gesta, vina, nágranna eða ættingja og höfum velt vöngum yfir hvort ekki væri rétt að deila sögunum með öðrum. Þessar vangaveltur komu okkur til að reyna að efna til nýs þáttar og vonumst við til að þetta verði hvati til að við fáum enn fleiri sögur.
Nú er fyrsta sagan komin inn á heimasíðuna. Í fyrsta dálknum sem ber nafnið Gamli bærinn, undir myndinni af húsinu, er nýi titilinn Minningar frá Múlakoti. Fyrsta minningin er frá Margréti Jónu Ísleifsdóttur og ber nafnið Orð Guðbjargar í Múlakoti voru lög.
Við vonumst til að fá góð viðbrögð frá lesendum en greinarnar munu birtast með dálitlu millibili.
Við hvetjum alla sem eiga góðar minningar frá Múlakoti að senda þær til okkar.
Góð kveðja frá Múlakoti