Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti
Ég sendi okkar bestu jólakveðjur með mynd af sólsetri sem var tekin daginn fyrir vetrarsólhvörf.
Dagurinn er ekki langur um þessar mundir, sólin kom upp 12:45 yfir Seljalandsmúla en settist í hvarfi við Dímon klukkan liðlega 3. Þó er daginn tekið að lengja, hann var 13 sekúndum lengri í dag en í gær. Næturhimininn skartaði sínu fegursta síðastliðna nótt og norðurljósin dönsuðu fyrir okkur í fyrsta sinn í vetur.
Við sendum öllum vinum Múlakots bestu óskir um gleðileg jól.
Vonandi verður árið 2021 landsmönnum betra en árið sem er að líða.
Góð kveðja frá Múlakoti