You are currently viewing Hálf Danmerkurdeild og Lionsklúbbur Garðabæjar

Hálf Danmerkurdeild og Lionsklúbbur Garðabæjar

Ágæti vinur Gamla bæjarins í Múlakoti

Veðrið er ýmist í ökkla eða eyra. Hér hefur verið þurrt í margar vikur – já þurrt og kalt, svo kalt og þurrt að jólatrjáaakurinn okkar er brúnn  og sviðinn í stað þess að vera fagurgrænn. Það hefur verið góður hluti jólahaldsins að barnabörnin hafa fengið að velja sér jólatré. En hvaða barnabarn skyldi vilja brúnt jólatré, ég bara spyr.

En nú er farið að rigna og ekki horfur á uppstyttu næstu viku.

Við vorum heppin í gær, það stytti upp þegar hálf Danmerkurdeildin renndi í hlað og það var gaman að sýna þeim framkvæmdirnar – sem þau hafa fylgst með gegnum tölvupóst -. Eins brosti garðurinn við þeim, fyrstu blómin farin að blómstra og grasið nýslegið, já fyrsta slætti er lokið þrátt fyrir allt.

Þessi uppstytta entist fram eftir degi sem kom sér vel, því 20 manna hópur frá Lionsklúbbi Garðabæjar kom síðdegis og gaf sér góðan tíma til að skoða staðinn.

Svo rigndi 15 mm í nótt- og allt í góðu með það.

Góð kveðja frá Múlakoti