Lillý í Múlakotsversluninni

Verslun var rekin um árabil í vesturenda gamla bæjarins í Múlakoti og var afgreitt þar út um glugga. Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðbjörgu Lilju Ólafsdóttur, frá Múlakoti, í versluninni. Soffía Túbalsdóttir tók myndina en myndin er varðveitt í Héraðsskjalasafni Árnesinga.