Ljósakvöldi 2020 aflýst

Hér með tilkynnist að Ljósakvöldi, sem hingað til hefur verið haldið fyrsta laugardagskvöld í september, er aflýst í ár.

Fram til þessa hefur ljósakvöld verið fastur haustatburður og við höfum ekki látið smávegis vætu á okkur fá. Í fyrra flúðum við inn í matsalinn vegna rigningar en staðan í heilbrigðismálum er slík að við viljum ekki taka neina áhættu. Við sjáum ekki fram á að geta haldið 2 m fjarlægð milli samkomugesta og aflýsum því Ljósakvöldi árið 2020

Góð kveðja frá Múlakoti