Menning í Múlakoti

Árið 2016 skrifaði Ásta Friðriksdóttir meistararitgerð við Hugvísindadeild Háskóla Íslands sem ber heitið Menning í Múlakoti. Í ritgerðinni leggur Ásta höfuðáherslu á listamenn sem tengdust Múlakoti á fyrri hluta tuttugustu aldar og birtir myndir af ýmsum listaverkum sem tengjast staðnum. Ásta hefur góðfúslega gefið leyfi á birtingu ritgerðarinnar og má finna hana undir dálknum Listamenn.