Gullbrúðkaupskveðja til frú Guðbjargar og Túbals í Múlakoti 28.júní 1943.

Nú er mikil hátíð – 150 ára afmælishátíð – nýafstaðin og ýmsar fréttir henni tengdar munu berast ykkur á næstunni.

Fjallað var um fyrirhugaða hátíð víða, m.a. í Bændablaðinu og sú frétt hafði heldur betur óvæntar og ómetanlegar afleiðingar. Í okkur Stefán hringdi Guðrún Ásgeirsdóttir, sem sagði þau hjónin hafa undir höndum kvæði sem tengdafaðir hennar, Tómas Guðmundsson, hafði ort sem gullbrúðkaupskveðju til Guðbjargar og Túbals. Til að gera langa sögu stutta þá sendi hún okkur myndir af kvæðinu og þau Guðmundur Tómasson komu síðan degi fyrir hátíðina og afhentu sem gjöf til staðarins eiginhandar-uppskrift Tómasar af því.

Kvæðið var svo flutt á hátíðinni, en það gerði Magnús Haraldsson á Hvolsvelli með  sönnum glæsibrag við einstaklega góðar  undirtektir.

Þess má geta að Tómas og Guðbergur, faðir Stefáns, voru æskuvinir og nágrannar í Grímsnesinu.

Góð kveðja frá Múlakoti

Kvæði Tómasar Guðmundssonar