Hér var aldeilis líf og fjör í gær. 20 nemendur í trjáklippingum í Garðyrkjuskólanum komu í gær og klipptu tré og runna undir leiðsögn kennara sinna. Þetta er líklega í fjórða skiptið sem gamli garðurinn er notaður sem kennslustofa og allir njóta góðs af.
Þau þurftu svo sannarlega að vinna sér til hita í gjólu, frosti og snjó en daginn áður þegar kennararnir komu til undirbúnings var hreinasta vorveður, sól og blíða. Fyrsta myndin sýnir að þau voru vel vopnuð, en annars sýna myndirnar meira en nokkurt orð.
Góð kveðja frá Múlaakoti