Sumarið er komið í Múlakot

Já, sumarið er komið, það vantar ekkert annað en farfuglana, ekki þá vængjuðu, það er nóg af þeim, ég á við þessa á fjórum hjólum, við söknum gesta í garð og hús.

Það er búið að hreinsa garðinn og blómgun trjáa og runna er komin á fullt. Sjón er sannarlega sögu ríkari

Blóðheggurinn, sem er á svæðinu milli gamla bæjarins og grafreitarins, er alveg ótrúlegur, alþakinn purpuralitum blómum, og bráðum skartar heggurinn við hliðina á honum hvítri blómaslæðu. Nú er aðeins dagaspurning hvenær Alaskaeplið í  Guðbjargargarði opnar sín stóru, hvítu blóm og þannig tekur hvað við af öðru, fjölæru blómin standa á tánum og hjartasteinbrotinn er fyrstur í röðinni með að blómstra.

Sama verður vonandi unnt að segja um hópa í skoðunarferðum, sá fyrsti er  væntanlegur fyrsta júní. Munið bara að hringja á undan (862-5864) og panta leiðsögn í skoðunarferð um hús og garð. Skoðunin kostar 1000 kr per nef og rennur óskipt til endurbyggingar hússins

Góð kveðja frá Múlakoti