Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Ég hef verið beðin um að taka saman efni sem tengist Múlakoti og fjallar um ferðamáta á því svæði á síðustu öld. Það hefur verið skemmtileg heimildarvinna og mun ég hér rekja það helsta sem ég fann. Ég skipti efninu í tímabil; frá því um aldamótin 1900 – 1920, síðan 1920 – 1940, þá 1940 – 1960 og loks 1960 – 1980. Aðeins er um svipmyndir að ræða en ekki neina heildarúttekt.