Unglingavinna Rangárþings eystra tekur til hendinni

Þann 26. júlí birtist í Múlakoti fríður flokkur ungmenna frá Hvolsvelli, liðlega 20 manns úr unglingavinnunni, undir forystu garðyrkjustjórans Guðrúnar Benediktsdóttur, komin til að rétta hendi við hreinsun. Þau létu heldur betur hendurnar standa fram úr ermun og lögðu aðal áherslu á hreinsun stíga og beða. Að loknu dagsverki hafði garðurinn tekið ótrúlegum breytingum, hann var bæði fagur og vel hirtur og vel sleginn.

Við  í Múlakoti kunnum þeim miklar þakkir fyrir hjálpina.

Bestu kveðjur frá Gamla bænum í Múlakoti