Sunnudaginn 26. júlí var haldin afar velheppnuð afmælishátíð í Múlakoti þar sem þess var minnst að 150 ár eru liðin síðan Guðbjörg Þorleifsdóttir fæddist. Um 200 manns lögðu leið sína í Múlakot og flutt voru áhugaverð ávörp og falleg tónlist. Magnús Haraldsson las svo upp áður óbirt ljóð eftir Tómas Guðmundsson með glæsibrag.
Á heimasíðu Björns Bjarnasonar, formanns Vinafélags Gamla bæjarins í Múlakoti, má finna góða lýsingu á því sem fram fór á afmælishátíðinni en umfjöllunina má finna hér.