Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti
Þetta er merkisdagur fyrir Múlakot
Það var að koma góð og mikil sending til gamla bæjarins í Múlakoti, allir gluggarammar og gler í miðhlutann og vesturendann í gamla Múlakotsbænum.
Gluggarnir voru smíðaðir í Hafnarfirði og eru mjög fallegir á að líta. Það verður aldeilis gaman þegar farið verður að koma þeim fyrir, en það verður ekki fyrr en með vorinu. Svo verða þeir líka málaður fyrir ísetningu í vetur.
Þessi herlegheit kosta líka sitt og hver króna sem Vinafélagið getur látið af hendi rakna til Sjálfseignarstofnunarinnar kemur að góðum notum.
Góð kveðja frá Múlakoti