Nýtt efni á heimasíðunni

Við sem erum í stjórn Vinafélags Múlakots fáum stundum að heyra sögur frá Múlakoti, sögur gamalla gesta, vina, nágranna eða ættingja og höfum velt vöngum yfir hvort ekki væri rétt að deila sögunum með öðrum. Þessar vangaveltur komu okkur til að reyna að efna til nýs þáttar og vonumst við til að þetta verði hvati til að við fáum enn fleiri sögur.

Nú er fyrsta sagan komin inn á heimasíðuna. Í fyrsta dálknum sem ber nafnið Gamli bærinn, undir myndinni af húsinu, er nýi titilinn Minningar frá Múlakoti. Fyrsta minningin er frá Margréti Jónu Ísleifsdóttur og ber nafnið Orð Guðbjargar í Múlakoti voru lög.

Við vonumst til að fá góð viðbrögð frá lesendum en greinarnar munu birtast með dálitlu millibili.

Við hvetjum alla sem eiga góðar minningar frá Múlakoti að senda þær til okkar.

Góð kveðja frá Múlakoti

Varmadæla komin í baðstofuna

Nú er búið að leika dálítið á veðurguðina inni í elsta húsinu í Múlakoti. Í vikunni var sett upp varmadæla í baðstofunni til að þurrka húsið og halda því hlýju. Ytri dælan var sett utan á endurgerðu bygginguna, sem steypt var bak við húsið í stað þeirrar sem var að hruni komin, og þjónar líka sem stoðveggur og hitablásarinn sjálfur fór í eitt horn baðstofunnar. Hann sér alveg um að halda hita á húsinu frá 1897. Og það merkilega er að þessi apparöt eru ótrúlega hljóðlát, þau ættu því ekki að halda vöku fyrir nokkrum manni.

Ljósakvöld í Múlakoti 2019

Ljósakvöldið okkar allra verður haldið laugardagskvöldið 7. september, sem er fyrsta laugardagskvöld í mánuðinum en það er fast viðmið. Dagskráin hefst kl.19.30, heldur fyrr en hingað til, þar sem  það dimmir fljótt þegar komið er fram í september. Ræðumaður kvöldsins er þekktur einstaklingur úr héraði – Ingibjörg Pálmadóttir fyrrum ráðherra – Grétar Geirsson leikur á harmonikku og kaffi og ástarpungar verða á boðstólum.

Aðgangseyrir er kr. 1.000.- sem rennur óskiptur til uppbyggingar staðarins, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Svo bíðum við bara eftir að fallegu húsgögnin úr reynivið úr Múlakoti fyllist af glöðum gestum. Við höfum bætt við borðum og bekkjum frá því í fyrra. Góðar kveðjur úr Múlakoti

Kynningarbæklingur

Nýr kynningarbæklingur hefur litið dagsins ljós og er hann hópvinna stjórnar Vinafélagsins, Svartlistar á Hellu, prentsmiðjunnar Litrófs í Reykjavík og Vinafélags Múlakots.

Bæklinginn verður hægt að nálgast á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu, svo sem skrifstofu sveitarfélagsins og sundlauginni Hvolsvelli.

Bæklinginn má einnig skoða hér.

Gamalt og nýtt

Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti Pósturinn minn um gamalt og nýtt þar sem ég sagði frá aðalfundinum og þó fyrst og fremst frásögn Andra forstöðumanns Skógasafns vakti viðbrögð formanns Danmerkurdeildarinnar, hennar Vibeke Nörgård-Nielsen. Hún sendi mér og öllum vinum Múlakots þennan fróðlega pistil um Múlakot og Skóga. Svo virðist sem tvennum sögum fari af eiganda herrafatanna, skráningin hefur e.t.v. eitthvað brenglast. Í okkar samhengi var verið að ræða ullarvinnsluna og vefnaðinn í Múlakoti og hvílíkur listavefari Guðbjörg var, efnið í fötunum var bæði fallegt, slitsterkt og nær vatnshelt.
Góð kveðja frá Múlakoti

Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti Undskyld mig, at jeg stadig må skrive på dansk – håber det går. Det var som altid spændende at læse nyt fra Múlakot. Tak for de mange gode oplysninger og billeder. Ved læsningen om Gudbjörg, kom jeg til at tænke på, at da jeg lavede en udstilling i Flensborg i 2010 om bl.a. Johannes Larsen, havde jeg en glasmontre med udstillede billeder fra Skogar. Fra min gode veninde Eva Ragnarsdóttir, der nu er 97 år, havde jeg fået billeder af hendes far Ragnar Ásgeirsson iklædt det tøj Gudbjörg havde vævet til ham. Tøjet havde hun foræret til museet i Skogar, hvor Thórdur viste mig det. Jeg sender her billeder med montren fra udstillingen. Jeg glæder mig til at besøge Múlakot igen i august, når min mand og jeg som trækfuglene kommer til Island igen – lidt sent i år.
Med de bedste hilsener.
Góð kveðja Vibeke i Danmark