Ljósakvöld í Múlakoti

Laugardagskvöldið 3. september sl. var haldið Ljósakvöld í Guðbjargargarði í Múlakoti í blíðskaparveðri. Það er Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti sem að efnir til ljósakvöldsins. Féið sem að safnast þetta kvöld er nýtt til að vinna að endurbótum á húsakosti gamla bæjarins.

Á ljósakvöldinu í ár hélt Björn Bjarnason, formaður vinafélagsins, stutta ræðu í upphafi og bauð gesti velkomna. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur á Breiðabólstað, ávarpaði gesti kvöldsins og Þórður Helgason flutti ljóð. Grétar Geirsson tók svo upp harmonikkuna og ljúfir tónar léku um svæðið. Meðfylgjandi myndir eru frá Birni Bjarnasyni.

Ljósakvöld í Múlakoti

Ljósakvöld 2022

Ljósakvöld fyrri ára