Veðurblíða í Múlakoti

Ágæti vinur gamla bæjarins í Múlakoti
Veðurblíðan að undanförnu hefur verið hreint með ólíkindum. Þegar fjölmiðlarnir hafa verið fullir af óveðursfréttum höfum við nánast getað gengið með logandi kerti utan húss í blíðunni. Svei mér ef grasið er ekki farið að grænka aftur, a.m.k. hefur grasið í gamla garðinum, þeim hluta sem fékk nýjar þökur í ágústlok, vaxið drjúgt. Þjóðin fagnar á næstunni 100 ára afmæli fullveldis. Skorað hefur verið á landsmenn að gera sér glaðan dag þann 1. desember þess vegna. Ef svo fer sem horfir, ætla ég út, ekki með logandi kerti, heldur með garðsláttuvélina og renna yfir garðinn.
Fyrri myndin er tekin 28. okt. í ljósaskiptunum. Dímon er sem tígulegur, dökkur dreki mót aftanaroðnum himni.


Síðari myndin er tekin 21. nóvember


Góð kveðja frá Múlakoti