Víða leynast vinir

Sumarið í sumar hefur verið undarlegt og ólíkt flestum sumrum okkar í Múlakoti hvað varðar gestakomur. Afmælishátíðin var auðvitað í sérflokki – 200 manns, það gerist varla fleira!

Því ánægjulegra er að fá góða gesti í heimsókn, gefa sér tíma til að spjalla og njóta.

Jórunn Alda og Ólafur, sem eru í Vinafélaginu, komu hér við í ágústlok á fögrum degi og sendu hlýjar kveðjur.

Já, hlýjar kveðjur, þær ylja manni sannarlega á degi eins og í dag, þegar veturinn nálgast.

Við hjónin erum áhugamenn um veður eins og ýmsir fleiri og fyrsta verk okkar á morgnanna er að skoða veðurstöðina, hvað er heitt, hvað er hvasst, hvað er…

Núna í morgun þurfti ég ekki að lesa neinar tölur af skjá, mér nægði að líta á klettavegginn. Hann var ísaður, sem sagði mér að frost hefði verið við jörð. Ísmyndunin er mest áberandi í morgunsárið, en hún hverfur þegar líður á daginn, enda segir hitamælirinn að úti séu 6¨C . Úti er fallegasta haustveður og góður dagur í vændum.

Góð kveðja frá Múlakoti.